Hlýtt og vætusamt í febrúar

Febrúar átti fallega daga

Áfram halda mánuðirnir áfram að skipa sér í röð þeirra hlýjustu í mælingum Veðurstofu Íslands og var nýliðinn febrúarmánuður hlýr og vætusamur. Einkum var hlýtt á norðan- og austanverðu landinu og vætusamt um sunnan- og vestanvert landið. Úrkoma var flesta daga á sunnan- og vestanverðu landinu og snjólétt um allt land þar til kyngdi niður snjó við Faxaflóa aðfaranótt þ. 26. og vöknuðu íbúar höfuðborgarinnar við 51 cm jafnfallinn snjó sem er næstmesta snjódýpt sem mælst hefur í Reykjavík til þessa en mest mældist hún hinn 18. janúar 1937, 55 cm.

Meðalhitinn í Reykjavík mældist 2,8 stig og er það 2,5 stigum ofan meðaltals áranna 1961-1990, en 1,8 stigum ofan meðaltals síðustu tíu ára. Í febrúar 2013 var hlýrra en þá var hitinn 3,8 stig. Á Akureyri var meðalhitinn 2,7 stig, 4,1 stigi ofan meðaltals 1961-1990 og 3,5 stigum ofan meðaltals síðustu tíu ára. Á Akureyri þarf að fara aftur til ársins 1965 til að fá heitari febrúarmánuð en þá var meðalhitinn 3,1 stig.

Í Reykjavík mældist úrkoma 126,3 mm sem er um 75% umfram meðallag 1961-1990 og þarf að fara aftur til ársins 2012 til að finna meiri úrkomu en þá mældist hún 135 mm. Veðurhæð var heldur minni en venja er. Meðalveðurhæð á sjálfvirkum stöðvum var 0,6 m/s minni en meðaltal síðustu tíu ára.

Nánar um tíðarfar í febrúar má lesa hér.

annska@bb.is

DEILA