Vegagerð í Gufudalssveit er í forgangi að sögn Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra. Í gær var greint frá að búið að er að skera niður samgönguáætlun og 1.200 milljónir kr. sem voru áætlaðar í Vestfjarðaveg 60 í Gufudalssveit eru gufaðar upp. Mikið misræmi var milli fjárlaga ársins 2017 og samgönguáætlunar, eða tæpir 10 milljarðarða og til að mæta því hefur samgönguráðuneytið skorið niður samgönguáætlun. Unnið er að umhverfismati á mismundandi veglínum í Gufudalssveit, en veglínan um Teigsskóg hefur verið val Vegagerðarinnar en sætt mikilli andstöðu vegna umhverfisáhrifa. Vegagerðin hefur skilað matsskýrslu til Skipulagsstofnunar og er álits stofnunarinnar að vænta í lok þessa mánaðar.
„Um leið og leið og þetta klárast, valið á vegstæðinu og undirbúningur að því þá verður hægt að hefja þar framkvæmdir. Það verður eitt af þeim málum sem verða klárlega í forgangi hjá okkur,“ sagði Jón Gunnarsson í hádegisfréttum RÚV í dag.
smari@bb.is