Í gærkvöldi kepptu skólarnir á Vestfjörðum í Skólahreysti og það var Grunnskóli Bolungarvíkur sem bara sigur úr býtum. Það voru Grunnskólarnir á Suðureyri, Ísafirði og Hólmavík sem öttu kappi við Bolvíkinga.

Í fyrstu greininni, upphífingum var það Flóki Hrafn Markan úr Bolungarvík sem sem sigraði með 29 upphífingar. Í armbeygjum var það Vala Karítas Guðbjartsdóttir úr Bolungarvík sem bara sigur út býtum með 28 armbeygjum. Flóki tók svo dýfurnar með trukki og 18 dýfum og þar með var Bolungarvík komin með fullt hús eftir þrjár fyrstu greinarnar. Í hreystigreipinni „hékk“ Vala í 2,38 sekúndur og þar með var Bolungarvík búin að vinna allar einstaklingsgreinarnar með glæsibrag.

Það var svo í hraðaþrautinni sem Bolvíkingarnir Jónína Arndís og Kristján Logi létu í minni pokann fyrir Ísfirðingunum Hafdísi Báru og Daníel.

Leikar fóru svo að Bolvíkingarnir sigruðu með 22 stigum og er það í fyrsta skipti sem Grunnskóli Bolungarvíkur sigrar. Þessir hraustu krakkar munu því storma í höllina 26. Apríl, má leiða að því líkum að Bolvíkingar fjölmenni suður og standi við bakið á þessum hetjum.

Bryndís

 

DEILA