Þriðjudagur 22. apríl 2025

Grágæsin komin

Grágæsin er komin til Vestfjarða. Á vef Náttúrustofu Vestfjarða segir að í síðustu viku hafi Guðbrandur Sverrisson á Bassastöðum við Steingrímsfjörð séð átta gæsir á Þröskuldum í norðan hríðarhraglanda. Í þessari viku sá starfsmaður Náttúrustofunnar 40 grágæsir við Höfða í Dýrafirði og 18 fugla í Önundarfirði.

Grágæs (Anser anser) er farfugl sem dvelur á Bretlandseyjum yfir vetrartímann en kemur til Íslands til að dvelja hér frá mars til október. Grágæsin er stærst þeirra gæsa sem verpa og dvelja hérlendis en hún er 75-90 cm að stærð og vegur um 3,5 kg. Hún verpur í maí og þá alltaf nálægt vatni, í mýrum, hólmum, grónum eyjum, á vatnsbökkum eða í lyngmóum. Grágæsir halda sig oftast í hópum utan varptíma og fara þá um í svokölluðu oddaflugi en þær halda sig þá oft á ræktuðu landi, á ökrum, í votlendi og á túnum.

smari@bb.is

Auglýsing

Auglýsing
Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing

Fleiri fréttir