Hinn hefðbundni blaðamannafundur tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður fór fram á flugvellinum á Ísafirði í morgun. Þar voru mættir auk fjölmiðlamanna fulltrúar styrktaraðila hátíðarinnar og fengu þeir og rokkstjórinn Kristján Freyr Halldórsson merki Aldrei „húðflúrað“ á handlegginn. Þar með var samstarf þeirra innsiglað og undirritað.

Kristján Freyr Halldórsson rokkstjóri Aldrei fór ég suður.

Það voru þau Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, Kristján Freyr Halldórsson, Þórdís Sif Sigurðardóttir og Örn Elías Guðmundsson sem lýstu komandi hátíð, liðnum hátíðum og upplifun sinni af páskum á Ísafirði. Íbúafjöldinn hér á fjörðunum tvöfaldast um páska og fyrir utan opinbera dagskrá Aldrei fór ég suður á Ísafirði eru í farvatninu allskonar uppákomur á fjörðunum í kring. Þegar liggur til dæmis fyrir að á Suðureyri mun 66¨N bjóða upp á veglega tónleika á bryggjunni.

Bjarni Sólbergsson fjármálastjóri Orkubús Vestfjarða og Magnús Kristjánsson forstjóri Orkusölunnar kvitta undir samstarfið

Dagskrá Aldrei er að venju bæði fjölbreytt og skemmtileg og hefur nefndin gefið út myndband þar sem bæjarbúar kynna þau atriði sem boðið verður upp á.

Þórdís Sif Sigurðardóttir
Örn Elías Guðmundsson

bryndis@bb.is

DEILA