Fimmtungur ferðamanna til Vestfjarða

48 þúsund erlendir ferðamenn fóru á Látrabjarg skv. könnun Ferðamálastofu.

Ferðamálastofa áætlar út frá svörum úr ferðavenjukönnun erlendra gesta að sumarið 2016 hafi fjöldi erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll verið 664.113 talsins. Í könnun Ferðamálastofu sögðust 20% aðspurðra hafa heimsótt Vestfirði.  Má því gróflega áætla að tæplega 133 þúsund þeirra erlendu ferðamanna sem til landsins kom hafi heimsótt landshlutann.

Með sömu aðferð, þótt hafa verði fyrirvara á fullri nákvæmni talnanna, heimsóttu 473 erlendir ferðamenn Suðurland og nálega annar hver erlendur ferðamaður Norðurland sumarið 2016 eða 333.400 gestir. Tæplega tvöfalt fleiri erlendir ferðamenn heimsóttu Reykjavík. 95,6% allra erlendra ferðamanna höfðu viðdvöl í höfuðborginni sumarið 2016, alls um um 635.000 erlendir gestir.

Ísafjörður er vinsælasti viðkomustaður erlendra ferðamanna á Vestfjörðum og má áætla að 12% ferðamanna hafai heimsótt bæinn, eða um 80 þúsund manns.

DEILA