Kvenfélagið Brautin í Bolungarvík afhenti á dögunum hjúkrunarheimilinu Bergi lyfjadælu að gjöf. Lyfjadælan er stafræn og eykur öryggi og þægindi í lyfjagjöfum fyrir sjúklinga. Kvenfélagið hefur í gegnum árin stutt ötullega við bakið á hjúkrunarheimilinu Bergi, áður Skýlinu, meðal annars hefur félagið gefið loftdýnu sem eykur til muna þægindi hjá langlegusjúklingum.
smari@bb.is