Mánudagur 21. apríl 2025

Ernir heldur hangikjétsveislu

Auglýsing

Björgunarsveitin Ernir í Bolungarvík í Bolungarvík heldur á laugardagskvöld svokallaða hangikjétsveislu í félagsheimili Bolungarvíkur, þar verða veitingar með þjóðlegra móti er björgunarsveitarfélagar bjóða upp á úrvals hangikjöt í aðalrétt og ís með ávöxtum og rjóma í eftirrétt. Viðburðurinn er fjáröflun fyrir félagið og verður einnig happdrætti þar sem fjölda glæsilegra vinninga úr heimabyggð er að finna – og segja menn vinningslíkur góðar. Um veislustjórn sér bæjarstjóri þeirra Bolvíkinga, Jón Páll Hreinsson og verða þar skemmtiatriði að hætti Ernismanna.

Miðaverð er 4000 krónur. Húsið opnar klukkan 19 og hefst borðhald klukkan 20. Panta má miða á viðburðinn í síma 776-7798.

annska@bb.is

Auglýsing
Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing

Fleiri fréttir