Forstjóri Norway Royal Salmon sér fram á að tíföldun á ársframleiðslu á eldislaxi á Íslandi á næstu árum og framleitt verði á bilinu 80-100.000 tonn á ári. Fyrirtækið á helmingshlut í Arctic Fish (áður Dýrfiskur), sem hefur um árabil alið regnbogasilung á Vestfjörðum en er nú að færa sig í laxeldi í mun stærri mæli. „Við höfum horfum á að vera fyrst og fremst á Vestfjörðunum“ er haft eftir Charles Høstlund, forstjóra NRS, á norsku vefsíðunni iLaks.no og hann bætir við að loftslagið og hiti sjávar sé svipaður og í Finmörku í Noregi.
Høstlund leggur áherslu á að þessi mikla framleiðsluaukning gerist ekki strax í dag, heldur mun aukast jafnt og þétt. „Það er mikilvægt að við nýtum okkur reynslu annarra þjóða og vöxum ekki of hratt.“
Hann segir Ísland vanti enn upp á grunninnviði fiskeldis og nefnir t.d. brunnbáta, sláturhús, vinnubáta, fóður, seiðaframleiðslu og regluverk stjórnvalda.