Algjör trúnaðarbrestur

Pétur G. Markan

Ákvörðun Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra að hætta við framkvæmdir í Gufudalssveit er óskiljanleg og óbilgjörn að sögn Péturs G. Markan, formanns Fjórðungssambands Vestfirðinga. Vegagerð í Gufudalssveit er gamalt þrætumál en Pétur bendir á að til þessa hefur vandamál framkvæmdarinnar verið skipulagsvandamál. „Og stjórnmálamenn hafa verið ódeigir við að berja á þeim sem með þau sýsla fyrir seinagang,“ segir Pétur.

Vegagerðin hefur skilað til Skipulagsstofnunar matsskýrslu vegna umhverfismats í Gufudalssveit og er endanlegs álits Skipulagstofnunar að vænta innan nokkurra vikna.

„Núna þegar hillir undir lok umhverfismatsins sem hefur verið samstíga barátta almennings og stjórnmálamanna er það algjör trúnaðarbrestur að kippa fjármagninu til baka á svo óbilgjarnarnan hátt,“ segir Pétur.

smari@bb.is

DEILA