63.000 bækur lesnar

Um mánaðamótin lauk þriðja lestrarátaki Ævars vísindamanns og í gær dró Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, út þá heppnu fimm sem fá að vera persónur í næstu bók Ævars, Gestum utan úr geimnum. Í átakinu voru yfir 63 þúsund bækur voru lesnar á tveimur mánuðum, en það er besti árangur í átakinu hingað til, miðað við mánaðarfjölda. Þá hafa samtals um 177 þúsund bækur verið lesnar í átökunum þremur.

Krakkar um allt land tóku þátt og sendu inn lestrarmiða, en einnig sendu íslenskir krakkar búsettir í útlöndum inn miða; frá Bandaríkjunum, Englandi, öllum Norðurlöndunum, Lúxemborg, Þýskalandi, Belgíu og Perú.

annska@bb.is

 

DEILA