Mánudagur 21. apríl 2025

6.500 undirskriftir komnar

Auglýsing

Undirbúningshópur íbúa í vegamálum hyggst afhenda ákall sitt í vegamálum á Alþingi um miðja þessa viku. Vonast er til að Jón Gunnarsson samgönguráðherra verði viðstaddur afhendinguna og fulltrúarnir fái fund með honum í leiðinni. Nú hafa um 6.500 manns skrifað undir ákall til stjórnvalda um að hætta ekki við vegaframkvæmdir í Gufudalssveit sem lengi hefur verið beðið eftir, eða í rúman áratug. Í Morgunblaðinu er greint frá að undirbúningshópur undirskriftasöfnunarinnar skipuleggi að halda tónleika í næstu viku. Haukur Már Sigurðsson, úr undirbúningshópnum, segir að það ráðist af þróun mála hvort tónleikarnir verði uppskerutónleikar eða baráttutónleikar. Ef Skipulagsstofnun skili jákvæðu áliti um umhverfisskýrslu um lagningu vegar samkvæmt óskaleið Vegagerðarinnar verði því fagnað á tónleikunum enda hafi ráðherra sagst ætla að bjóða verkið út þegar niðurstaða fáist í þetta ferli. Ef álit Skipulagsstofnunar verði neikvætt þurfi baráttan að halda áfram og það muni endurspeglast á baráttutónleikum.

smari@bb.is

Auglýsing

Auglýsing
Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing

Fleiri fréttir