450 milljónir í ljósleiðaravæðingu

Guðný G. Ívarsdóttir, sveitarstjóri Kjósarhrepps, og Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að undirskrift lokinni.

Fulltrúar fjarskiptasjóðs og 24 sveitarfélaga skrifuðu í vikunni undir samninga um styrki sjóðsins til sveitarfélaganna vegna ljósleiðaravæðingar þeirra í tengslum við landsátakið Ísland ljóstengt. Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, staðfesti einnig samningana með undirskrift sinni og fór athöfnin fram á skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Sveitarfélögin 24 fá samtals 450 milljónir króna í styrki, allt frá um 1,5 milljónum króna uppí nærri 63 milljónir. Auk styrkja frá fjarskiptasjóði þá leggja íbúar og sveitarfélög að lágmarki 350.000 kr. af mörkum vegna hverrar tengingar en í mörgum tilfellum er þörf á töluvert hærra framlagi heimamanna.

Tvö sveitarfélög á Vestfjörðum fengu úthlutað styrk að þessu sinni. Reykhólahreppur fékk 19 milljónir kr. og Strandabyggð 11 milljónir kr.

 

Úthlutunin í heild:

Akraneskaupstaður        2.936.250 kr.
Breiðdalshreppur      19.350.000 kr.
Dalabyggð        8.680.000 kr.
Djúpavogshreppur        8.474.661 kr.
Fjarðabyggð        9.280.079 kr.
Fljótsdalshérað        2.895.260 kr.
Grindavíkurbær      10.000.000 kr.
Grundarfjarðarbær      15.468.559 kr.
Hrunamannahreppur      24.860.000 kr.
Kjósarhreppur      25.000.000 kr.
Langanesbyggð        6.000.000 kr.
Rangárþing eystra      62.750.000 kr.
Rangárþing ytra      16.920.000 kr.
Reykhólahreppur      19.000.000 kr.
Skaftárhreppur        9.075.000 kr.
Skorradalshreppur og Borgarbyggð      16.417.191 kr.
Snæfellsbær      46.498.000 kr.
Strandabyggð      11.000.000 kr.
Sveitarfélagið Hornafjörður      26.395.000 kr.
Sveitarfélagið Skagafjörður      53.510.980 kr.
Sveitarfélagið Skagaströnd        1.489.020 kr.
Vopnafjarðarhreppur      25.000.000 kr.
Þingeyjarsveit      29.000.000 kr.
DEILA