Þriðjudagur 22. apríl 2025

302 milljóna lántaka

Bæjarráð Vesturbyggðar hefur samþykkt að taka 302 milljóna kr. lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Lántakan er til að endurfjármagna hluta afborgana langra lána sveitarfélagsins hjá Lánasjóði sveitarfélaga á árinu 2017 að fjárhæð 100 milljónir króna, til að fjármagna gatnaframkvæmdir að fjárhæð 120 milljónir króna, framkvæmdir og endurbætur á skóla- og íþróttahúsnæði 59 milljónir króna og framkvæmdir við vatnsveitur og fráveitu 23 milljóna kr.

Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins.

smari@bb.is

Auglýsing

Auglýsing
Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing

Fleiri fréttir