Dregið var í 8 liða úrslit Kjörísbikarkeppni karla í blaki í gær. Allir leikirnir fjórir í karlaflokki fara fram á landsbyggðinni. Vestri fékk heimaleik gegn Þrótti/Fylki. Bikarmeistarar karla í KA drógust gegn Íslandsmeisturum HK. Aðrar viðureignir eru leikir Þróttar Nes og Stjörnunnar annars vegar og Hamars og Aftueldingar hins vegar.
smari@bb.is