Átakalítið veður í dag, en hvessir og hlýnar talsvert á morgun. Vindur gæti þá náð stormi á norðvesturhorninu og víða verðu talsverður blástur. Spáin fyrir Vestfirði kveður á um sunnan 5-10 m/s og él, en vaxandi vindur síðdegis og verður suðvestan 10-18 m/s með rigningu í kvöld. Gengur í sunnan stormviðri, 18-25 m/s með talsverðri rigningu upp úr hádegi á morgun, þá hlýnar smám saman og verður hiti á bilinu 4 til 6 stig.
Það er hálka á fjallvegum á Vestfjörðum, snjóþekja á Steingrímsfjarðarheiði en að mestu greiðfært á láglendi.