Stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum er hafin og stendur yfir næstu þrjár vikur, að því er fram kemur í tilkynningu frá Hafrannsóknarstofnun. Fjögur skip taka þátt í verkefninu að þessu sinni; togararnir Ljósafell SU og Barði NK, og rannsóknarskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson.
Togað verður á um 600 stöðvum á 20-500 metra dýpi umhverfis landið. „Verkefnið, sem einnig er nefnt marsrall eða togararall, hefur verið framkvæmt með sambærilegum hætti á hverju ári síðan 1985. Helstu markmið eru að fylgjast með breytingum á stofnstærðum, aldurssamsetningu, fæðu, ástandi og útbreiðslu botnfisktegunda við landið. Einnig verður sýnum safnað vegna ýmissa rannsókna, t.d. á mengandi efnum í sjávarfangi,“ segir í tilkynningunni.
Helstu niðurstöður verða kynntar í apríl.
Hér má fylgjast með ferðum skipanna.
smari@bb.is