Togararallið hafið

Árni Friðiriksson RE.

Stofn­mæl­ing botn­fiska á Íslands­miðum er haf­in og stend­ur yfir næstu þrjár vik­ur, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Haf­rann­sókn­ar­stofn­un. Fjög­ur skip taka þátt í verk­efn­inu að þessu sinni; tog­ar­arn­ir Ljósa­fell SU og Barði NK, og rann­sókn­ar­skip­in Árni Friðriks­son og Bjarni Sæ­munds­son.

Togað verður á um 600 stöðvum á 20-500 metra dýpi um­hverf­is landið. „Verk­efnið, sem einnig er nefnt marsrall eða tog­ar­arall, hef­ur verið fram­kvæmt með sam­bæri­leg­um hætti á hverju ári síðan 1985. Helstu mark­mið eru að fylgj­ast með breyt­ing­um á stofn­stærðum, ald­urs­sam­setn­ingu, fæðu, ástandi og út­breiðslu botn­fisk­teg­unda við landið. Einnig verður sýn­um safnað vegna ým­issa rann­sókna, t.d. á meng­andi efn­um í sjáv­ar­fangi,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Helstu niður­stöður verða kynnt­ar í apríl.

Hér má fylgjast með ferðum skipanna.

smari@bb.is

DEILA