Stórslagur í körfunni

Vestri tekur á móti Hamri í 1. deild Íslandsmótsins í körfubolta í kvöld. Leikurinn verður í íþróttahúsinu á Torfnesi og hefst fyrr en venjulega, eða kl. 18.30. Vestri og Hamar sitja jöfn að stigum í 5.-6. sæti deildarinnar en það lið sem nær í 5. sætinu fer í úrslitakeppnina og mætir liðinu sem hafnar í 2. sæti. Leikurinn er því gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið þar sem innbyrðis viðureignir geta skorið úr um hvort þeirra kemst áfram í úrslitakeppnina. Það verður því án efa hart barist í kvöld og skiptir stuðningur áhorfenda því miklu máli. Forsvarsmenn Vestra hvetja alla til að mæta og styðja Vestramenn í baráttunni.

smari@bb.is

DEILA