Starfsleyfistillaga fyrir 10.700 tonna laxeldi

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Fjarðalax ehf. til framleiðslu á allt að 10.700 tonnum á ári af laxi í Patreksfirði og Tálknafirði. Fyrirtækið er með 3.000 tonna gilt starfsleyfi í sömu fjörðum og kemur starfsleyfistillagan til viðbótar því.  Fjarðalax er síðan í fyrra í eigu Arnarlax sem er stærsta fiskeldisfyrirtæki á landinu með sjókvíaeldi á Suðurfjörðum Vestfjarða og plön um stórfellt laxeldi í Ísafjarðardjúpi og Jökulfjörðum. Þá er Arnarlax með umsókn í vinnslu í Eyjafirði.

Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 11. apríl 2017. Á vef Umhverfisstofnunar má finna auglýsta tillögu Umhverfisstofnunar, umsóknargögnin, tilkynningu til Skipulagsstofnunar og matsskylduákvörðun hennar.

smari@bb.is

DEILA