Slysasleppingin lögreglumál sem leiði til leyfissviptingar

Regnbogasilungur.

Landssamband veiðifélaga telur einhlítt að umfangsmikil slysaslepping á regnbogasilungi úr sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði leiði til þess að eldisfyrirtækið verði svipt rekstrarleyfi. Í tilkynningu frá sambandinu kemur fram að regnbogasilungur hafi veiðst í fjölda vatnsfalla á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðvesturlandi síðasa sumar og fram á haust og að sambandið hafi margoft gert eftirlitsstofnunum aðvart. Þá hafi málið verið kært til lögreglu.

„Átta mánuðum seinna er viðurkennt að það sé gat á kví. LV telur að hátterni þetta sé skýrt lögbrot sem eðlilegt sé að lögregla rannsaki til hlítar og vísað verði til ákæruvaldsins. Landssambandið telur þetta brot svo alvarlegt að það hljóti að leiða til sviptingar rekstrarleyfis,“ segir í tilkynningu Landssambandsins.

smari@bb.is

 

 

DEILA