„Seyoum is my brother“

Það er talsvert langt á milli Patreksfjarðar og Eritreu, ekki bara í metrum talið heldur líka í menningu en það hindraði ekki börnin í Patreksskóla að setja sig í spor jafnaldra sinna í þessu fjarlæga landi. Rut Einarsdóttir hitti krakkana í skólanum og sagði þeim frá ástandinu í Eritreu, þar væru mannréttindi fótum troðin, jafnvel meira en í nokkru öðru landi í heiminum.

Árið 1991 fékk Eritrea sjálfstæði frá Eþíópíu (og alþjóðlega viðurkenningu árið 1993), eftir 30 ára borgarastyrjöld. Var því fögnuðurinn mikill og þjóðin bjartsýn á betri tíma. Isaias, var leiðtogi flokksins sem leiddi þjóðina til sjálfstæðis, og greip því völd var yfirlýstur fyrsti forseti Eritreu. Kosningar hafa ekki verið haldnar síðan og ræður flokkur hans ríkjum við mikla harðstjórn. Árið 2001 tóku Seyoum, og 10 aðrir blaðamenn saman skýrslu um ástandið í landinu, en sú skýrsla varð til þess að þeir voru allir settir í fangelsi og hefur ekki heyrst frá þeim síðan. Eiginkona Seyoum var komin 7 mánuði á leið þegar þetta átti sér stað, og hefur Seyoum því ekki enn séð 16 ára gamalt barn sitt, og það aldrei hitt föður sinn.

Til þess að vekja athygli á þessu talaði Rut við 5. – 10. bekk í Patreksskóla sem öllum fannst þetta einstaklega óréttlátt og vildu ólm leggja sitt af mörkum til þess að reyna að sporna við þessari þróun, og vekja athygli á málinu. Rut sagði nemendunum í Patreksskóla líka frá því þegar hún var sjálf í Egyptalandi í fyrra og kynntist þar manni sem hefur farið nokkrum sinnum til Eritreu í mannúðarstarf. Það er aftur á móti ólöglegt, og þarf hann því að bóka herbergi á að minnsta kosti 8 hótelum, og fara þeirra á milli til þess að vera ekki gómaður af ríkisstjórninni þar í landi fyrir að hjálpa fólkinu í landinu.

Krakkarnir tóku heilshugar þátt í verkefni sem kallað er „Seyoum is my brother“ og hér má nálgast myndir og myndbönd af þeim með skilaboð til Seyoums.

bryndis@bb.is

DEILA