Rigning með köflum

Veðurstofa Íslands spáir norðaustan 10-15 m/s og rigningu með köflum á Vestfjörðum í dag. Vindur snýst í sunnan 8-13 m/s með rigningu um tíma í nótt og fyrramálið. Á morgun er síðan gert ráð fyrir austan 5-10 m/s og björtu veðri. Hiti verður á bilinu 0 til 5 stig. Á sunnudag er spáin fyrir landið austan og síðar sunnan 8-13 m/s og rigning eða slydda með köflum, með hita á bilinu 0 til 7 stig.

Á Vestfjörðum er sums staðar hálka eða snjóþekja, einkum á fjallvegum en á láglendi eru þó víðast aðeins hálkublettir eða jafnvel alveg autt.

annska@bb.is

DEILA