Föstudagur 18. apríl 2025

Orkuöryggi minnkar

Auglýsing

Haldi almennur vöxtur í raforkunotkun áfram hér á landi á næstu árum án þess að fjárfest verði í frekari orkuframleiðslu munu Íslendingar standa frammi fyrir mögulegum vanda varðandi orkuöryggi á komandi árum. Þetta kemur fram í skýrslu sem unnin var af sérfræðingum frá háskólastofnununum MIT í Bandaríkjunum og IIT Comillas á Spáni um orkuöryggi fyrir Orkustofnun, Landsvirkjun og Landsnet. Niðurstöður skýrslunnar voru kynntar á fundi í húsnæði Orkustofnunar á mánudag.

Í kynningunni kom meðal annars fram að vandamálið á Íslandi felst í rafmagnskerfi sem sé einangrað og gæti þar af leiðandi lent í vandræðum ef upp kæmu vandamál við orkuframleiðslu, til dæmis ef vetur væri hlýr og lítið væri um vatn til að fylla miðlunarlón. Þá er dreifikerfið ekki nægjanlega gott þar sem stífla gæti myndast á milli vestur- og austurhluta landsins.

smari@bb.is

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing
Auglýsing

Fleiri fréttir