Föstudagur 18. apríl 2025

Ólöglegt að ráða sjálfboðaliða

Auglýsing

Bændur sem ráða til sín sjálfboðaliða til vinnu brjóta lög. Þetta er mat Alþýðusambands Íslands og formanns Bændasamtakanna og greint er frá í Fréttablaðinu. Þar segir að á vefsíðunni Workaway séu 180 auglýsingar þar sem Íslendingar óski eftir sjálfboðaliðum til vinnu. Í flestum tilvikum er um að ræða störf í landbúnaði. Á annarri síðu, Helpx, eru 76 íslenskar auglýsingar.

Alþýðusambandið hefur með Starfsgreinasambandinu og Samtökum atvinnulífsins skorið upp herör gegn sjálfboðavinnu í landbúnaði. „Um störf í landbúnaði gilda kjarasamningar og því í trássi við lög og kjarasamninga að ráða ólaunað vinnuafl í þessi störf,“ er haft eftir Dröfn Haraldsdóttur, sérfræðingi hjá ASÍ.

smari@bb.is

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing
Auglýsing

Fleiri fréttir