Ódýrast í Bónus

Mestur verðmunur milli búða er á rauðum eplum, eða 177%. Voru þau ódýrust í Bónus, 198 kr/kg en dýrust í Iceland, 549 kr/kg. Þetta kemur fram í verðkönnun ASÍ á matvöru, sem gerð var í átta verslunum hinn 15. febrúar. Mestur var verðmunurinn á ávöxtum en einnig var mikill munur á kjúklingi, eða 135% milli Krónunnar sem var með hæsta verðið, 935 kr/kg og Bónus, 398 kr/kg. Minnsti verðmunurinn var á stórri dós af bláberjaskyri, eða um 11%. Lægsta verðið var hjá Bónus og Krónunni, 359 kr., en hæsta verðið var í Iceland, 399 kr. Verslunin Iceland var oftast með hæsta verðið á þeim vörum sem kannaðar voru, en Bónus var oftast með lægsta verðið. Verslunin Iceland var með besta úrvalið af þeim verslunum sem voru til skoðunar í verðkönnuninni, en þar var 61 af 63 vörum sem verð var kannað á.

DEILA