Meðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins, sem eru reknir af sveitarfélögunum, er 1.749.062 krónur í febrúar 2017. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofu Íslands. Hagstofan hefur áætlað meðalrekstrarkostnað á hvern nemanda í öllum grunnskólum undanfarin ár en meðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum árið 2015 var 1.651.002 krónur og vegin meðalverðbreyting rekstrarkostnaðar frá 2015 til febrúar 2017 er áætluð 5,9%.
smari@bb.is