Meðalneminn kostar 1,7 milljón

Meðal­rekstr­ar­kostnaður á hvern nem­anda í grunn­skól­um lands­ins, sem eru rekn­ir af sveitarfélögunum, er 1.749.062 krón­ur í fe­brú­ar 2017. Þetta kem­ur fram í nýj­um töl­um Hag­stofu Íslands. Hag­stof­an hef­ur áætlað meðal­rekstr­ar­kostnað á hvern nem­anda í öll­um grunn­skól­um undanfar­in ár en meðalrekstr­ar­kostnaður á hvern nem­anda í grunn­skól­um árið 2015 var 1.651.002 krón­ur og veg­in meðal­verðbreyt­ing rekstr­ar­kostnaðar frá 2015 til fe­brú­ar 2017 er áætluð 5,9%.

smari@bb.is

DEILA