Fundarferð verkefnisstjórnar um greiningu og endurbætur á sveitarstjórnarstiginu er hafin, en fyrsti fundurinn var haldinn á Hólmavík nýverið. Verkefnisstjórnin hefur að markmiði að greina sveitarstjórnarstigið og skilgreina tækifæri og leiðir til að styrkja það. Áhersla er lögð á samráð og samvinnu við fulltrúa sveitarstjórna og samtök sveitarfélaga, en henni til aðstoðar er tuttugu manna hópur sem samanstendur af fulltrúum sem voru sérstaklega kjörnir af landshlutasamtökum, úr ungmennaráðum og úr háskólasamfélaginu auk ýmissa sérfræðinga. Einnig er lögð áhersla á samstarf við íbúa og þegar hefur verið framkvæmd rannsókn á viðhorfum íbúa sveitarfélaga og upplifun þeirra, viðhorf og væntingar sérstaklega höfð að leiðarljósi. Ráðgert er að verkefnið verði kynnt á þingi Sambands íslenskra sveitarfélaga nú í lok mars.
smari@bb.is