Lestrarhesturinn Ásdís las mest

Lestrarhesturinn Ásdís Jónsdóttir. Mynd: strandir.is

Í síðustu viku var tilkynnt um úrslit í lestrarleiknum Allir lesa. Bókaþjóðin lá ekki á liði sínu við lesturinn og þegar allt var tiltekið spannaði tímafjöldi allra þeirra sem skráðu sig til leiks um 5 ár af lestri í klukkustundum talið. Sá einstaklingur sem var með mestan skráðan tímafjölda við lesturinn var Strandakonan Ásdís Jónsdóttir á Hólmavík sem las í heilar 304 klukkustundir og var Strandabyggð í efsta sæti sveitarfélaga í landinu í leiknum.

Fréttaritari Strandavefsins leit við hjá Ásdísi í síðustu viku til að forvitnast um hvaða bækur henni þættu skemmtilegastar og geta lesendur Bæjarins besta eflaust fengið einhverjar hugmyndir að láni hjá Ásdísi um hvaða bækur megi kíkja á. Þar má sjá að hún tekst jöfnum höndum á við barnabækur, glæpasögur og ævisögur, svo dæmi séu tekin og einnig mælir hún með lestri á „Doddabókunum“ fyrir háttinn, en svo kallar hún bækur Rauðu seríunnar. Viðtalið við Ásdísi má lesa hér.

annska@bb.is

DEILA