Kópur BA seldur til Noregs

Aflafréttir segja frá því á heimasíðu sinni að Kópur BA sem seldur frá frá Þórsbergi á Tálknafirði haustið 2015 til Nesfisks hafi nú verið seldur til Noregs.

Þórsberg hf á Tálknafirði seldi Kóp haustið 2015, sagði upp öllum starfsmönnum til sjós og lands og lokaði frystihúsinu. Báturinn hefur síðan þá legið við bryggju í Njarðvík þar sem kvótinn var fluttur af honum og yfir á báta Nesfisks.

Kópur BA á langa vestfirska sögu og á BB.is í desember 2002 er fjallað um komu hans til Tálknafjarðar og þar er Kópur kynntur til leiks sem gamall Tálknfirðingur en hann var gerður út frá Tálknafirði frá 1968-1978.

bryndis@bb.is

 

DEILA