Í sumar stefna tuttugu piltar úr fjórða flokki Vestra til Finnlands til að taka þátt í Helsinki Cup knattspyrnumóti. Til að fjármagna ferðina söfnuðu þeir áheitum fyrir fólboltamaraþon sem fór svo fram frá kl. 21:00 á föstudaginn var til klukkan 9:00 á laugardagsmorgni. Piltarnir eru sjálfsagt mörgum þekktir því þeir gengu nánast í hvert einasta fyrirtæki og hús á Ísafirði og Bolungarvík að safna áheitum og voru þeir afar sáttir við árangurinn.
Strákarnir óskuðu eftir því við bb.is að kærum þökkum fyrir stuðninginn væri komið til skila og gjörist það hér með.