Það verður norðaustanátt 10-15 m/s og él á Vestfjörðum í dag, hiti nálægt frostmarki. Það lægir á morgun og þá léttir til og frystir. Spá Veðurstofu Íslands fram að helgi er með svipuðum hætti og má búast við fallegu og köldu veðri í vikunni en spáin gerir ráð fyrir hægri austlægri eða breytilegri átt á landinu og víða verður léttskýjað. Frost verður á bilinu 1 til 12 stig, kaldast inn til landsins.
Snjóþekja eða hálka er á vegum á Vestfjörðum og víðast hvar skafrenningur á fjallvegum.