Albert Jónsson, skíðagöngumaður frá Ísafirði, hafnaði í 123. sæti í sprettgöngu á heimsmeistaramótinu í norrænum greinum í Lathi í Finnlandi í dag. Sævar Birgisson kom fyrstur í mark af íslensku keppendunum og hafnaði í 92. sæti og gekk hann vegalengdina á 3:47,30 mínútum en þrjátíu efstu komust í úrslit og til að ná því þurfti tímann 3:22,09 mínútur.
Brynjar Leó Kristinsson hafnaði í 115. sæti á 4:00,98 mínútum og Albert varð í 123. sæti á 4:08,33 mínútum.
Besta tímann fékk Sergei Ustiugov frá Rússlandi en hann vann gönguna á 3:11,72 mínútum og var tæpum þremur sekúndum á undan næsta manni, Finn Haagen Krogh frá Noregi.
smari@bb.is