Íslendingarnir komust ekki áfram

Albert Jónsson, skíðagöngumaður frá Ísafirði, hafnaði í 123. sæti í sprettgöngu á heimsmeistaramótinu í norrænum greinum í Lathi í Finnlandi í dag. Sæv­ar Birg­is­son kom fyrst­ur í mark af ís­lensku kepp­end­un­um og hafnaði í 92. sæti og gekk hann vega­lengd­ina á 3:47,30 mín­út­um en þrjá­tíu efstu komust í úr­slit og til að ná því þurfti tím­ann 3:22,09 mín­út­ur.

Brynj­ar Leó Krist­ins­son hafnaði í 115. sæti á 4:00,98 mín­út­um og Al­bert varð í 123. sæti á 4:08,33 mín­út­um.

Besta tím­ann fékk Ser­gei Ustiugov frá Rússlandi en hann vann göng­una á 3:11,72 mín­út­um og var tæp­um þrem­ur sek­únd­um á und­an næsta manni, Finn Haagen Krogh frá Nor­egi.

smari@bb.is

DEILA