Það verður allvíða hvassviðri eða stormur næstu daga er fram kemur í athugasemdum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Vindur verður austanstæður í dag, en síðan verða sunnan- og suðaustanáttir ríkjandi með miklu vatnsveðri sunnanlands en mildu veðri. Það nær líklega ekki að lægja og rofa til að ráði fyrr en í lok vikunnar. Það lítur samt ekki út fyrir neina lognmollu næstu helgi því þá kemur önnur bylgja og jafnvel að það endi svo með útsynningi og éljaklökkum ef að líkum lætur.
Spáin fyrir Vestfirði kveður á um vaxandi austanátt og það þykknar upp, 15-20 m/s seint í dag og lítilsháttar rigning. Það léttir til í nótt, en vindur verður suðlægari á morgun og þykknar aftur upp, 18-23 m/s annað kvöld. Hiti á bilinu 2 til 7 stig.
Flughálka er á Hálfdán, Mikladal og Kleifarheiði annars er hálka eða hálkublettir á Vestfjörðum og snjóþekja á Steingrímsfjarðarheiði.