Góður árangur Grunnskólans í Bolungarvík

Þátttakendur í Sound by sound step together verkefninu.

Í fimm ár hefur Grunnskóli Bolungarvíkur tekið þátt í eTwinningverkefnum af ýmsum toga, einu til fimm verkefnum á hverju ári. Yfir 10 kennarar sem starfa við skólann hafa lagt þar hönd á plóg.  Greinilegt er að Grunnskóli Bolungarvíkur hefur verið mjög heppinn með samstarfsskóla og staðið sig vel í verkefnunum. Verkefni skólans hafa nánast ár hvert fengið gæðavottun auk þess sem þau hafa unnið til stærri verðlauna. Árið 2015 var verkefnið Art connects us valið besta verkefni í Evrópu fyrir 6-13 ára. Á síðasta ári var verkefnið Sound by sound step together valið besta verkefnið á Íslandi og er Zofía Marciniac myndmenntakennari í Grunnskólnum í Bolungarvík þátttakandi í þessum báðum verkefnum. Núna í febrúar var verkefnið  Username: children Passwoord: right sem Elín Þóra Stefánsdóttir tók þátt í valið besta verkefnið í Þýskalandi fyrir 4-11 ára.

smari@bb.is

DEILA