Karlalið Vestra í blaki fékk Aftureldingu B í heimsókn um helgina og voru spilaðir tveir leikir. Fyrri leikurinn fór fram á föstudagskvöldið strax á eftir körfuknattleiksleik sem var fyrr um kvöldið. Það var því sannkölluð Vestraveisla í íþróttahúsinu á Torfnesi. Seinni leikurinn var spilaður á laugardagsmorgni.
Vestri vann sannfærandi sigur í báðum leikjum 3-0. Afturelding átti þó góða spretti og sumar hrinurnar voru nokkuð jafnar og spennandi. Vestri heldur þar með sæti sínu á toppi deildarinnar, en framundan er spennandi toppbarátta í deildinni.
Næstu leikir karla- og kvennaliða Vestra eru um næstu helgi, en þá verður stór blakhelgi í Torfnesi. Á laugardeginum tekur kvennaliðið á móti Aftureldingu B og karlaliðið á móti HK B. Á sunnudeginum spila bæði lið við HK B.