Gamlir leikir og leikföng

Í dag kl. 17:00 á Sauðfjársetrinu mun Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðinemi segja frá gömlum leikjum og leikföngum sem gátu breyst í ótrúlegustu verur. Fyrirlestur Dagrúnar er í tengslum við sýninguna Sumardvöl í sveit sem nú stendur yfir á Sauðfjársetrinu. Fyrirhugaðir eru fleiri viðburðir og segir í frétt á strandir.is að búast megi við huggulegu síðdegi þar sem börn og foreldrar njóta sín saman í leik og borðað saman grjónagraut eftir leikina.

Sýningin Sumardvöl í sveit var opnuð í byrjun nóvember í fyrra og fjallar hún um reynslu þeirra sem fóru í sveit og þeirra sem tóku á móti sumardvalabörnum, einkum á Ströndum.

bryndis@bb.is

DEILA