Slysavarnadeild kvenna í Bolungarvík færði Björgunarsveitinni Erni á dögunum veglegar gjafir. Gjafirnar eru eitthvað sem nýtist afar vel í starfi björgunarsveitarinnar; 5 Víking flotgallar, 5 hjálmar og einnig tvær spjaldtölvur sem settar voru í bíla sveitarinnar. Kvennadeildin hefur allar götur frá því er sveitirnar voru stofnaðar á sjöunda áratug síðustu aldar verið öflugur bakhjarl björgunarsveitarinnar og segir í frétt á Fésbókarsíðu Ernis að sveitin sé þeim ævinlega þakklát og þakkar kærlega góðar gjafir.