Teitur Björn Einarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er áhyggjufullur yfir verkfalli sjómanna enda valdi það víðtæku tjóni, ekki bara fyrir sjómenn og útgerðarmenn heldur á ýmis þjónustufyrirtæki, starfsfólk í fiskvinnslu, sveitarfélög og ríkissjóð. Í facebook færslu Teits kemur fram að þrátt fyrir að höfuðborgarsvæðið hafi ekki enn fundið á eigin skinni fyrir afleiðingum verkfallsins sé alvarleiki málsins mikill og brýnir hann samflokksmenn sína og þá sérstaklega Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sjávarútvegsráðherra að vinna efnahagsgreiningu á áhrifum verkfallsins og viðbragðsáætlun. Fjörugar umræður hafa skapast um færslu Teits og fann Helgi Seljan sig knúin til að birta mynd af tvíti Þorgerðar með yfirlýsingu hennar um að vinna við kortlagningu á áhrifum verkfallsins sé hafin.
Teitur segir í samtali við bb að hann sé ekki að hvetja til lagasetningar á kjaradeiluna. Hann segist vænta þess og þykist vita að stjórnvöld vinni nú hratt og örugglega að sviðsmyndagreiningu á áhrifum verkfallsins. Teitur er ósáttur við að fiskvinnslufólk sé í stórum stíl beitt í atvinnuleysistryggingarsjóð og segir það geta dregið deiluna á langinn. Þetta ákvæði sem nú er beitt hafi verið hugsað til dæmis vegna náttúruhamfara, ekki til að létta fyrirtækjum að halda lengur út í verkföllum.
Á kjaradeilur sjómanna voru sett lög 1994, 1998 og 2001 og hafa nú verið samningslausir í 6 ár. Á Vísindavefnum kemur fram að á tímabilinu 1985-2015 hafi löggjafinn stöðvað 14 vinnudeilur með lagasetningu.
bryndis@bb.is