Botnfiskaflinn 80% minni

Треска á rússnesku

Heildarafli botnfisks og flatfisks dróst saman um 80% frá 1. janúar til 8. febrúar miðað við sama tíma í fyrra en verkfall sjómanna hefur staðið allt tímabilið og gott betur. Aflinn á þessu tímabili var 48.000 tonn í fyrra en er 9.300 tonn í ár, samkvæmt bráðabirgðatölum um landaðan afla á vef Fiskistofu og greint er frá í Fiskifréttum. Samdrátturinn milli ára nemur 38.700 tonnum.  Þótt smábátar hafi verið iðnir við kolann í verkfallinu er afli þeirra næstum hinn sami og í fyrra eða um 7.800 tonn.

smari@bb.is

DEILA