Bolungarvíkuhöfn í 8. sæti

Botnfiskaflinn hélt áfram að aukast í Bolungarvíkurhöfn á síðasta ári. Fiskistofa birtir á vefsíðu sinni ársuppgjör 2016 þar sem fram kemur að Bolungarvíkurhöfn var 8. stærsta löndunarhöfn landsins í botnfiski með 19.288 tonn. Ísafjarðarhöfn er í 9. sæti með 19.076 tonn. Samdráttur í afla var víða um land. Mestur var samdrátturinn í magni talið í Grindavík og á Ísafirði um 2.900 tonn. Mesta aukning frá fyrra ári var í Hafnafirði um 6.300 tonn og Bolungarvík um 4.000 tonn.

Aflaaukningin í Bolungarvík er veruleg hlutfallslega, eða 26 prósent. Að sama skapi dróst aflinn talsvert saman í Ísafjarðarhöfn eða um rúm 13 prósent.

smari@bb.is

DEILA