Bátaeigendum í Ísafjarðarbæ er bent á að huga að bátum sínum og treysta landfestar. „Við vitum ekki hvort það verði eitthvað af veðrinu hér, en það er aldrei of varlega farið,“ segir Björn Jóhannsson, hafnsögumaður. Mesti veðurhamurinn verður á sunnanverðu landinu. Veðurstofan spáir vaxandi austanátt með snjókomu á Vestfjörðum í dag. 18-25 m/s seint í dag og slydda og hlýnar. Lægir nokkuð í kvöld. Suðvestan 10-18 og él í nótt, en dregur smám saman úr vindi á morgun og frystir.
smari@bb.is