ASÍ: Alþingi féll á fyrsta prófinu

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands telur forsætisnefnd Alþingis hafa fallið á fyrstu prófraun sinni og „sýnt að Alþingi skortir jarðsamband og tengsl við almenning í landinu.“ Nefndin hafi sýnt það þegar hún ákvað að beita sér ekki fyrir breyt­ingum á launa­hækk­unum þing­manna heldur draga ein­ungis úr starfs­kostn­aði þeirra. Þetta kemur fram í ályktun sem mið­stjórn ASÍ hefur sent frá sér.

Í ályktun ASÍ segir að lands­mönnum hafi ofboðið launa­hækk­un­in. „Síðan þá er búið að skipta um helm­ing þing­manna og snér­ust kosn­ing­arnar í haust ekki síst um breytt sið­ferð­i. Nýir þing­menn höfðu tæki­færi til að beita sér og sýna í verki að alvara lá að baki kosn­inga­lof­orðum og taka til baka hækkun þing­fara­launa umfram það sem hinn almenni launa­maður hefur fengið í sitt umslag. Mið­stjórn Alþýðu­sam­bands­ins mót­mælir hálf­káki for­sætis­nefndar þings­ins og krefst þess að Alþingi taki málið upp og aft­ur­kalli hækk­anir kjara­ráðs. Mið­stjórn ASÍ minnir á að for­sendu­á­kvæði kjara­samn­inga eru til end­ur­skoð­unar nú í febr­úar og hækk­anir til alþing­is­manna og æðstu emb­ætt­is­manna geta sett fram­hald kjara­samn­inga alls þorra lands­manna í upp­nám.“

smari@bb.is

DEILA