Kaupmáttur meðallauna hækkaði um 9,5% árið 2016 miðað við árið á undan. Kaupmáttaraukningin var rúmlega fimm sinnum meiri en meðaltal síðasta aldarfjórðungs, sem er 1,8% hækkun á ári. Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Laun í landinu hækkuðu að meðaltali um 11,4% milli áranna 2015 og 2016 og hefur launavísitalan ekki hækkað meira síðastliðinn aldarfjórðung.
Meðalhækkun launavísitölu á tímabilinu 1990-2016 var 6,5% sem er verulega meira en gerist í nálægum löndum, segir Landsbankinn.
smari@bb.is