23. sæti á HM

Albert (t.v.) og Sævar. Mynd: Skíðasamband Íslands.

Ísfirski skíðakappinn Albert Jónsson keppti í gær í sprettgöngu liða á heimsmeistaramótinu í Lahti í Finnlandi. Liðasprettur fer þannig fram að hvert lið stillir upp tveimur keppendum sem hvor um sig fer þrjá 1,4 km langa spretti. Albert og Sævar Birgisson kepptu fyrir Íslands hönd.Sævar tók fyrsta sprettinn og heppnaðist hann afar vel. Þegar Sævar kom inn á skiptisvæðið var hann á meðal fremstu manna. Þá dró aðeins af þeim félögum og höfnuðu þeir að lokum í 23. sæti. Þeir bættu því árangur Íslands frá því á HM fyrir tveimur árum um tvö sæti.

Rússar komu fyrstir í mark, Ítalir höfnuðu í öðru sæti og Finnar í því þriðja.

 

smari@bb.is

DEILA