Vill að umhverfisnefnd geri frumkvæðisathugun á fiskeldi

Fiskeldi er stórt mál, segir Kolbeinn Óttarsson Proppé. Mynd: mbl.is/Árni Sæberg

 

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG og nefndarmaður í umhverfisnefnd Alþingis, vill að nefndin geri að eigin frumkvæði athugun á stöðu fiskeldi á Íslandi, sér í lagi þá sjókvíaeldi. Á vefsíðu sinni segir Kolbeinn að fiskeldi sé stórt mál þar sem að mörgu er að hyggja og „eins og í öllu á þar umhverfið að njóta vafans,“ skrifar Kolbeinn. Nefndarmenn tóku ágætlega í tillöguna, að sögn Kolbeins.

Í október ákvað Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi sjávarútvegsráðherra, að ráðast í stefnumótun fyrir allt fiskeldi á Íslandi. Í þeirri vinnu átti meðal annars að fjalla um umhverfisþætti, stjórnsýslu, gjaldtöku, útgáfu rekstrarleyfa, menntunarmál ásamt efnahags- og samfélagslegum þáttum.

smari@bb.is

DEILA