Startup Tourism sem er samstarfsverkefni Isavia, Íslandsbanka, Bláa lónsins og Vodafone, auglýsa nú eftir sprotafyrirtækjum í ferðaþjónustu til að taka þátt í 10 vikna námskeiði sem kallað er Viðskiptahraðall. Þátttakendur fá aðgang að fullútbúinni vinnuaðstöðu á tímabilinu, leiðbeiningu og ráðgjöf frá reyndum frumkvöðlum, fjárfestum og sérfræðingum. Verkefninu þetta árið mun ljúka 28. apríl með kynningum fyrirtækjanna fyrir fullum sal af fjárfestum og lykilaðilum í ferðaþjónustunni.
Markmið Startup Tourism er samkvæmt heimasíðu þeirra að efla frumkvöðlastarf í ferðaþjónustu og ýta undir atvinnu- og verðmætasköpun á Íslandi. Ennfremur að stuðla að faglegri undirstöðu hjá nýjum fyrirtækjum í ferðaþjónustu og dreifingu ferðamanna í kringum landið, árið um kring.
Sótt er um á heimasíðu Startup Tourism og er umsóknarfrestur er til 16. janúar.