Föstudagur 18. apríl 2025

Tugir krakka á Hamraborgarmótinu

Auglýsing

 

Hátt í 80 krakkar í 1.-6. bekk létu ljós sitt skína á fyrsta Hamraborgarmótinu sem körfuknattleiksdeild Vestri stóð fyrir á Torfnesi á mánudag. Mótið var boðsmót meistaraflokks karla og Hamraborgar en meistaraflokkur sá um allt skipulag undir stjórn Yngva Gunnlaugssonar yfirþjálfara. Ofursjoppan Hamraborg bauð síðan allri hersingunni í glæsilega pizzuveislu í mótslok.

Mótið  er liður í því að undirbúa yngstu iðkendur félagsins fyrir stóra Nettómótið sem fram fer í Reykjanesbæ í byrjun mars, en það er stærsta körfuboltamót landsins. Löng hefð er fyrir þátttöku körfuboltabarna af norðanverðum Vestfjörðum á því móti og árið í ár verður þar engin undantekning. Nettómótið er ætlað börnum í 1.-5. bekk og ófáir körfuboltamenn hafa stigið sín fyrstu keppnisskref á því móti.

smari@bb.is

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing
Auglýsing

Fleiri fréttir