Strandar á sjómannaafslætti og olíuviðmiði

Flotinn hefur verið bundinn við bryggju í rúman mánuð.

 

Samkomulag hefur svo gott sem tekist um þrjár af fimm helstu kröfum sjómanna. Þau tvö atriði sem standa út af eru olíuviðmið og sjómannaafsláttur. Samninganefndir sjómanna og útgerðarmanna hittast kl. 13 í dag hjá Ríkissáttasemjara. Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands Íslands sagði í samtali við fréttastofu RÚV fyrir helgi að menn væru að fara yfir stöðuna. Ákveðin atriði væru komin í hús en þau lúta að fríu fæði um borð, frían vinnufatnað og bókun varðandi fjarskipti. Þar er kveðið á um að sjómenn taki ekki þátt í kostnaði við búnað, en borgi sinn eigin netkostnað. Hinsvegar væri  allt stál í stál varðandi hinar tvær kröfurnar, en þær lúta að þátttöku sjómanna í olíukostnaði og sjómannaafslætti. Olíuviðmiðið segir til hversu mikið af aflaverðmæti fer fram hjá skiptum til að greið fyrir olíukostnað.

Sjómannaafsláttur var lögfestur árið 1957 og var í gildi allt til ársins 2009. Framreiknaður sjómannaafsláttur frá þeim tíma sem hann var afnuminn 1.159 krónur á dag og við það er miðað í kröfum sjómanna. Þetta þýði að útgerðin þurfi að leggja til 2000 krónur á dag til að bæta hann þegar launatengd gjöld eru innifalin.

 

smari@bb.is

DEILA