Skaginn3X og Grieg Seafood í Alta í Noregi undirrituðu á dögunum samning um innleiðingu Grieg Seafood á SUB CHILLING kerfi sem Skaginn3X hefur þróað á undanförnum árum, svokallaðri ofurkælingu.
Grieg Seafood er fyrsta laxeldisfyrirtækið í Noregi sem tekur kerfið í notkun en sams konar kerfi hefur verið notað með framúrskarandi árangri hjá Arnarlaxi á Bíldudal síðan á árinu 2015, að því er fram kemur í tilkynningu um málið frá Skaginn3X.
„Við hjá Grieg Seafood viljum vera brautryðjendur nýrrar tækni og þessi fjárfesting okkar í SUB CHILLING kerfi fellur vel að þeirri stefnu okkar að bjóða viðskiptavinum okkar bestu mögulegu gæði um leið og við minnkum umhverfisáhrifin sem tengjast flutningum,“ segir Stine Torheim, verksmiðjustjóri hjá Grieg Seafood.
Grieg Seafood er eitt stærsta laxeldisfyrirtæki í heimi og með rúmlega 60 þúsund tonna ársframleiðslu.
smari@bb.is