Óásættanlegt að loka neyðarbrautinni

 

Bæjarráð Vesturbyggðar tekur undir með þeim sveitarfélögum sem undanfarið hafa ályktað gegn lokun NA/SV flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli, svokallaðrar neyðarbrautar. „Það hefur sýnt sig að það er algjörlega óásættanlegt að brautin sé lokuð meðan ekki er boðið upp á aðrar lausnir til að sinna sjúkraflugi við þau tilteknu skilyrði sem brautinni er ætlað að sinna,“ segir í ályktun bæjarráðs og áréttað að ekki verði beðið eftir óafturkræft tjón eigi sér stað áður en gripið verði til aðgerða. Bæjarráð Vesturbyggðar bendir á að íbúar landsbyggðarinnar þurfa að hafa óskert aðgengi að sjúkrahúsi allra landsmanna í Reykjavík.

smari@bb.is

DEILA